Andvari blítt bærir nú lauf og bráðum er lokið daglangri för. Þungt er um gang þeim er fyrr hljóp, þreyta í augum, hél á vör. Haustrauður skógurinn hvílist í ró; horfinn er söngfugl úr brekku og mó. Kvatt hefur sól, enn sindra þó tjarnirnar suðrinu í og hægur andar blær. Um brár þínar fer hin bláa nótt hlý. Haustskógar loga, hafaldan þegir vordagar lífsins þíns vitja á ný.